Í Viðfjarðargestabók 1983
Í fyrra hérna ortum við um ýmislegt.
Nú andagiftir heldur tregar reika.
Í óðarmálum er því nokkuð tungutrekt,
en tappar fjúka og spilasagnir skeika.
Tafl á rúmi, taktar snjallir leikjum í,
á tímamörk er korter fastur liður.
En eins og spilin enginn hérna neitar því
að allra bestu skákir fara niður.
En að líkum aftur víst mun verða rótt!
Í veldi drauma svífum kannske bráðum!
Að morgni þurfa smalamenn að skunda skjótt,
með Skuggahlíðar-“Þóra”, í ráði og dáðum!
Nú andagiftir heldur tregar reika.
Í óðarmálum er því nokkuð tungutrekt,
en tappar fjúka og spilasagnir skeika.
Tafl á rúmi, taktar snjallir leikjum í,
á tímamörk er korter fastur liður.
En eins og spilin enginn hérna neitar því
að allra bestu skákir fara niður.
En að líkum aftur víst mun verða rótt!
Í veldi drauma svífum kannske bráðum!
Að morgni þurfa smalamenn að skunda skjótt,
með Skuggahlíðar-“Þóra”, í ráði og dáðum!
Fyrri ganga á Suðurbæjum 23.9.1983