TRÉÐ

Laufið grænkaði í ár
og lítil von óx
til þess eins að deyja.

Sársaukinn kom
eins og trjákróna
sem stendur nakin
í myrku veðri.

Og þú sem gekkst af stað út í lífið
varðst þetta tré.

Þú gengur um í örvæntingu
og spyrð \"afhverju ég\"?

Og svo mun vera
þar til þú rífur
tréð upp með rótum.

Ef þú hlustar á svarið
er það allt annað en þig grunar.


 
Hellen Linda Drake
1960 - ...


Áður birt í Lesbók Morgunblaðsins 25.09.1995


Ljóð eftir Hellen Lindu Drake

TRÉÐ