

Á vogskorna strönd ég stefni á ný
með sæbarða kletta og öldunnar klið.
Þar átti ég vin því aftur sný
og einn hlusta á hafsins þunga nið.
Yfir bernskunnar bönd komu áranna skil,
í birtu og leik var gleði við völd.
Fari stjörnubjart skin um óttunnar bil
sækir tregi um síðsumarkvöld.
Við heiðarvatn kyrrt er svanurinn einn
hjartað einmana en vonina ber.
Í fjarlæga ferð er orðinn of seinn
og finnur,hann aldrei í burtu fer.
Kveður haust sólin blíð
kvöldið allt er svo rótt.
Kallið kemur um síð
Kyrra nótt.