Söknuður
Ég ligg í sófanum og hugsa til þín
Þú sem ert handan við hafið
eitthvað svo órafjarri
en samt finn ég fyrir nálægð þinni
líkt og þú liggir við hlið mér
haldir utan um mig
gælir við andlit mitt og háls
og þá líður mér svo undur vel.  
Estro
1966 - ...


Ljóð eftir Estro

Lífsganga
Söknuður
Afhverju?
Einmana
Sameining
Í ánauð