[þýðing] Ég get ekki hætt
fólk er alltaf að segja mér
þú veist.
þú ættir að hætta að skrifa
þessi veðreiða-ljóð,
þú hefur enga hugmynd um
hversu leiðinleg þau eru.

jæja, ég var semsagt á veðreiðum
um daginn
og ég þurfti að skreppa frá
og pissa.
ég renndi niður buxnaklaufinni og stóð þarna
grípandi og þreifandi
og togandi.
ég togaði og ég þreifaði og
ég greip.
þar til gaurinn við hliðina á mér
sagði:
,,djöfull, þú hlýtur að vera
alveg í spreng...”
en ég svaraði,
,,nei það er ekkert svoleiðis,
ég er bara í nærbuxunum
öfugum.”

ég kom honum
loksins út
og meig svona
helmingnum,
niður með fætinum.
og fór síðan út
og veðjaði á næsta hlaup
sex á móti einum.
og vann.

þetta er bara enn eitt
leiðinlegt ljóð.


-Charles Bukowski (úr Dangling in the Tournefortia)  
Jens Sigurðsson
1977 - ...


Ljóð eftir Jens Sigurðsson

[þýðing] Ég get ekki hætt
Palisanderskviða hin síðari
[ Eyða ]