

Panflautan túlkar saknaðar söng
með suðrænum sorgar seið.
Leiðin í burt var erfið og löng
logi í öskunni beið.
Auðlegðarlind landið hans var
lánlaust í Inkanna byggð.
Foringi þeirra var knésettur þar.
Þjóðin var svikin í tryggð.
Minningu sína um uppvaxtar ár
Innst í frumskógar sal.
Varðveitir einn og vísar á tár
varða í áranna dal.
með suðrænum sorgar seið.
Leiðin í burt var erfið og löng
logi í öskunni beið.
Auðlegðarlind landið hans var
lánlaust í Inkanna byggð.
Foringi þeirra var knésettur þar.
Þjóðin var svikin í tryggð.
Minningu sína um uppvaxtar ár
Innst í frumskógar sal.
Varðveitir einn og vísar á tár
varða í áranna dal.