Tregans glóð.
Í tregans glóð er trúin sönn
trúin forna um hann.
Er virti hvorki boð né bönn
í boðskap svörin fann.
Enn skín stjörnuljósa leið
lát hverfa angist og beyg.
Minningin um barnið sem beið
hinn beitta þyrnisveig.
Þeir sáu svikin og kossinn
og sorgina er varð.
Upprisu andans og krossinn.
Enn ganga páskar í garð.
Segið mér satt var það hans
síðasta gjörð við þig.
Eða varstu í viðjum manns
í veröld er fæddi mig.
trúin forna um hann.
Er virti hvorki boð né bönn
í boðskap svörin fann.
Enn skín stjörnuljósa leið
lát hverfa angist og beyg.
Minningin um barnið sem beið
hinn beitta þyrnisveig.
Þeir sáu svikin og kossinn
og sorgina er varð.
Upprisu andans og krossinn.
Enn ganga páskar í garð.
Segið mér satt var það hans
síðasta gjörð við þig.
Eða varstu í viðjum manns
í veröld er fæddi mig.