Fin del mundo
Ég er ein í heiminum
á hjara veraldar
Hjartað mitt er brotið
og ég meiði mig

Enginn til að hugsa um mig
Mér finnst eins og ég sé búin
að gráta heila eilífð

Mig vantar að hafa einhvern
hjá mér, til að hugsa um mig og hughreysta
En ég get ekkert gert í því,
verð að húka hérna ein grátandi

Vildi óska þess að ég væri á
öðrum stað í lífinu
Vildi óska þess að ég hefði kynnst manni sem aldrei hefði gert mér þetta

En er hann virkilega til????????

Hvernig er hægt að elska manneskju og samt hafa það í sér að særa hana svona mikið.

Ekkert fær þetta lagað,
það eina sem ég get gert er að bíða eftir nýjum degi
Svo ég komist héðan burt,
burt hvert?
Hvert stefnir lífið mitt núna, einhverja allt aðra leið en ég hafði hugsað mér

Allt er breytt, allar mínar vonir og væntingar

Hvernig er hægt að særa einhvern svona illilega, og segjast svo elska
Hulin ráðgáta fyrir mér

Hvert fer ég, hvað geri ég, hvað verður um mig?????

Aldrei fæ ég traustið aftur, hvað þá verð ég alltaf ein?
Mig vantar einhvern til að halda utan um mig en hef engan
Búin að missa besta vin minn og manninn sem ég elskaði

Lífið gengur því miður ekki aftur á bak, en væri það ekki góð tilbreyting  
Brotin
1978 - ...


Ljóð eftir brotna

Fin del mundo