Breytingar
Ég er einsog laufblað

Ég fæddist á stóru grænu tré
Ég var fallegt laufblað
Ég átti ánægjulegt sumar
Sólin brosti til mín og allt var gott

En einn góðan veðurdag...

Þá kom vindhviða og feykti mér af trénu
Frá vinum mínum
Frá fjölskyldu minni
Ég var ein í hinum stóra heimi

Á ferð minni um loftið
komu oft sviptivindar
Ég snérist oft, var á báðum áttum
Vissi ekki neitt

Hvar mun ég lenda ?
Verður allt í lagi ?
Hverju get ég ráðið um endastöð mína ?

Í golunni heyrði ég hvíslað:
,,Hver er sinnar gæfu smiður”

Ég lét það berast....
 
Kristín
1986 - ...
Samið áður en ég fór sem skiptinemi til Brasilíu..


Ljóð eftir Kristínu

I miss you
Breytingar