

Andadráttur þinn
er mér sem innblástur
í heim þess liðna,
þar sem dagurinn var leikur
og nóttin ögrun
þess forboðna.
Þar sem líf og dauði
ófu sama vef
hláturs og gráturs
og við gengum saman
endana á milli
þrungin eldmóð
á vef örlagana.
Og andadráttur þinn
var innblástur minn,
og innblástur okkar
var andadráttur lífsins.