Japanskar hugleiðingar (hækur)
1. Bílarnir þyrla
upp haustlaufum og ryki
dánum minningum
2. Snjóflygsur hylja
spor mannsins er gekk hér um,
eins og hann sjálfan
3. Maður í frakka
í mildri vorskúrinni
ráfar um garðinn
4. Angan af vori
lagði að vitum mínum
raka vetrarnótt
5. Hann hefur komið
hingað nú í nótt og prýtt
glugga með rósum
6. Vindurinn feykir
dánu laufi um strætin,
hárkollan fýkur
7. Einn vetrarmorgun
með frostrósir í gluggum,
stóðst þú hér úti
8. Þegar ég vaknaði
í skugga gullregnsins, var
dagurinn farinn
upp haustlaufum og ryki
dánum minningum
2. Snjóflygsur hylja
spor mannsins er gekk hér um,
eins og hann sjálfan
3. Maður í frakka
í mildri vorskúrinni
ráfar um garðinn
4. Angan af vori
lagði að vitum mínum
raka vetrarnótt
5. Hann hefur komið
hingað nú í nótt og prýtt
glugga með rósum
6. Vindurinn feykir
dánu laufi um strætin,
hárkollan fýkur
7. Einn vetrarmorgun
með frostrósir í gluggum,
stóðst þú hér úti
8. Þegar ég vaknaði
í skugga gullregnsins, var
dagurinn farinn