Foringinn
Hann stýrði sínu fleyi um sæveðrasund
og sigldi í hvínandi roki.
Samt var hann alltaf með ofsann í lund
alinn í fátæktaroki.
Harður í horn sögðu hans samtíðarmenn
á svipinn þó blíður en kænn.
Í rimmum hann reiddist og var þá í senn
rætinn en í viðmóti vænn.
Við komur í höfn varð oft hrakningasamt
hnútar við drykkju og skál.
Blossaði heiftin ef bruggöl var rammt
brenndi hann mannlega sál.
Aldurinn mildaði og mýkti hans hug
meyrt verður mannanna þel.
Með árunum einmana og vísað á bug
í ellinni læstur í skel.
og sigldi í hvínandi roki.
Samt var hann alltaf með ofsann í lund
alinn í fátæktaroki.
Harður í horn sögðu hans samtíðarmenn
á svipinn þó blíður en kænn.
Í rimmum hann reiddist og var þá í senn
rætinn en í viðmóti vænn.
Við komur í höfn varð oft hrakningasamt
hnútar við drykkju og skál.
Blossaði heiftin ef bruggöl var rammt
brenndi hann mannlega sál.
Aldurinn mildaði og mýkti hans hug
meyrt verður mannanna þel.
Með árunum einmana og vísað á bug
í ellinni læstur í skel.