Tilgangurinn og lífið
Þú blekktir mig tilgangur,
öld fram af öld nýttir þú þér trúgirni mína.
Hver kynslóðin af annarri fórnaði sér fyrir þig.

Satt mælir þú, þú óhamingjusami maður,
ég gerði það fyrir þig svo þú þjáist minna,
svo þú gætir gleymt sjálfum þér.

Taktu á móti mér þú sem rumskar og kvíðir.
Ég er draumur þinn og Guð.
Sofðu, sofðu með mér áfram í blekkingunni.

Gleymdu mér þú nývaknaði kjarkur,
ég var hvor eð er aldrei til.
Lifðu lifðu lifðu meðan enn er tími.
 
Ófreyr
1959 - ...


Ljóð eftir Ófrey

Tilgangurinn og lífið
Fæðing