Stöng
Á var lagt um dimman dag
dreyrrauður máni himinn skar.
Reiðmaður sást um sólarlag
og sveið í hjarta og ótta bar.
Hrasar svika svelli á
svitastorkinn drösullinn frýs.
Býsna tindi bjarmar frá
byltast rögnin og Hekla gýs.
Birtan flöktir bleik við ker
og bærist skuggi hægt á vegg.
Særður hugi sæmnd þar ver
seytlar blóðið með sverði hegg.
dreyrrauður máni himinn skar.
Reiðmaður sást um sólarlag
og sveið í hjarta og ótta bar.
Hrasar svika svelli á
svitastorkinn drösullinn frýs.
Býsna tindi bjarmar frá
byltast rögnin og Hekla gýs.
Birtan flöktir bleik við ker
og bærist skuggi hægt á vegg.
Særður hugi sæmnd þar ver
seytlar blóðið með sverði hegg.