Þú ert æði en þú hringir aldrei
Kona er hún stundum nær, samt svo fjær
Vona ég að sjái hún mig aftur
Rosa sæt og skemtileg, þessi mær
Gosa hefur hún sem í er kraftur
Sítt ljóst hár sem blakar vængjum sínum
Nýtt ferskt bros sem lýsir alla vegi
Sýn hennar gefur ljós handa þínum
Skín fyrir alla á hverjum degi
Hverjum vini hennar fylgir lukka
Verjum vinskap hennar sem okkur sjálf
Þitt hjarta er mér sem kirkju klukka
Mitt slær ekki fyrr en klukkan er hálf
Þú hringir samt næstum aldrei í mig
Nú bíð ég og hringi síðan í þig
 
yngvrr
1986 - ...


Ljóð eftir yngvrr

Þú ert æði en þú hringir aldrei
2 - Týndur