Skúringarkonan
Hallelúja! öskrar svarta konan með hvítu tennurnar.
Röddin er hás en hljómfallið kröftugt...eins og hún hafi sagt þetta orð þúsund hundrað milljón sinnum áður.
En eins og hún njóti þess alltaf jafn innilega,fær ekki leið á því.

Hún lítur í kringum sig og hlær,hátt og dátt.
Svo tekur hún upp fötuna og leikur sér að stíga bara á svörtu flísarnar-þessar hvítu eru sjórinn...enda kann hún ekki að synda, og syndgar ekki helldur.
Hún kann það ekki.  
Duckling Smith
1987 - ...


Ljóð eftir Duckling Smith

Skúringarkonan