Blóm lífsins
Ef lífið væri lítið blóm,
og garðurinn geymdur hjá Guði.
Þá væru Guðs beðin all-flest tóm,
því menn eru fastir í puði.

Þeir kunn'ekkjað rækta í garðinum litla,
og berjast með stríði og skruði.
En veraldleg gæði og dýrkeypta titla,
þeir selj'onum ekk okkar Guði.  
Guðmundur Már Einarsson
1982 - ...


Ljóð eftir Guðmund Má Einarsson

Blóm lífsins