Ljóð
Við grunnsævarslóð liggur gull í sjá
en glitský á himni skín.
Yfir lönd skyggir leið hin dulda vá
hún líður en birgir þér sýn.
Þar sem himinn og haf renna saman í eitt
halda örlög við dagsbrún vörð.
Þau vaka og vefa í möskvana greypt
veginn um móður jörð.
Við vafurlogann er lofsungin nótt
í ljósi bar ég minn harm.
Ég gekk úr þeim heimi því sál mín var sótt
særð við glötunar barm.
Förumaður þú siglir um úthöfin einn
í ánauð með sorgar þel.
Við marbakkann blikar hans perlusteinn
og bíður í luktri skel.
en glitský á himni skín.
Yfir lönd skyggir leið hin dulda vá
hún líður en birgir þér sýn.
Þar sem himinn og haf renna saman í eitt
halda örlög við dagsbrún vörð.
Þau vaka og vefa í möskvana greypt
veginn um móður jörð.
Við vafurlogann er lofsungin nótt
í ljósi bar ég minn harm.
Ég gekk úr þeim heimi því sál mín var sótt
særð við glötunar barm.
Förumaður þú siglir um úthöfin einn
í ánauð með sorgar þel.
Við marbakkann blikar hans perlusteinn
og bíður í luktri skel.