Sjálfsvíg.
Við þig konan krýpur.
Kvalin, tár sín sýpur.
Hún var aðeins of sein,
að stöðva þitt vitlausa mein.
Blóðið staðfestir hennar illa grun,
að þú sért farinn við byssu dun.

112 sagði, nú koma þeir,
á lögreglubíl þeir verða tveir.
Babú babú þeir fljótir verða,
en ég hugsaði, öll vegalengd er eilífð til mín.

Ég sagði, er hann á lífi,
ég sagði, er hann á lífi.
Við munum skoða en engu lofa.
Bíddu frammi á meðan við tökum á móti þessum harmi.

Ég beið og beið en sál þín skreið.
Í þínum kroppi var hún ei
og í sífellu ég endurtók, nei.

Lítill miði olli engum friði,
við hefðum betur haldið í mannasiði.
Talað saman um stríð og frið,
ýtt burt dauða og gefið lífinu skrið.

Þú varst alltaf minn og nú kraft þinn ei ég finn.
Hvað hefurðu gert maðurinn minn ?
Nú er ég ein með okkar mein.
Af hverju fórstu,
því vagninn dróstu.

Guð nú ég treysti
og hann er minn eini neisti.
Í þessu lífi ég hafði þig
en með þínum gjörðum þú reyndir á mig.

Hjá Guði á ég stað og stund.
Hérna megin, hinu megin,
fer ég og mun fara á hans fund.
Hans er valið hvenær ég kem til þín.
Það ekki ég ákveð, þó svo sorgin sé mín.

Ég bið og vona að þú friðinn finnir
og að meinið eigi á sig minnir.
Þú ákvaðst að fara
og ekki leyfa drottni að svara.
Drottinn bendir á lausn og gleði.
því átta ég mig ekki á,
hvað í höfði þínu skeði.

Við skulum taka upp þráðinn
þegar hún kemur yfir mig náðin.
Ég spurningar hef um hvað skeði.
En ég mun lifa og í sandinn skrifa
ég elska þig, líkt og þú á þinn miða.

Jóhann H H,2004.




 
Jóhann Hilmar Haraldsson
1976 - ...


Ljóð eftir Jóhann Hilmar Haraldsson

Sjálfsvíg.