Vaka vinir
Allur lífs og dauða leiði
lætur ekkert aftra sér.
Og þó á götu hans gátur breiði
gagngert hann kemur í átt að þér.
Þó víkir þú vinur af hans vegi
og viðrir þig um nokkra stund.
Dokar hann uns hallar degi
og dregur þig aftur á sinn fund.
Varlega frekar veittu mér
vinur, ef nóttin þig hræðir.
Saman þá sáttir sitjum hér
uns sólin myrkrið bræðir.