Klakahöll
Ég villtist oft á langri leið
en lítt ég hirti samt um það.
En harkan mér í huga sveið
ég heyrði nið frá öðrum stað.
Innst þó bjó í æskuárum
að ýta úr vör með ráð og dáð.
Andinn lagður ótal sárum
ég uppskar það er til var sáð.
Skuggar falla og sverta fjöll
og skúrir ýfa kyrrlát djúp.
Þá sést í leiftri hamrahöll
en hrímgrá öll í þokuhjúp.
en lítt ég hirti samt um það.
En harkan mér í huga sveið
ég heyrði nið frá öðrum stað.
Innst þó bjó í æskuárum
að ýta úr vör með ráð og dáð.
Andinn lagður ótal sárum
ég uppskar það er til var sáð.
Skuggar falla og sverta fjöll
og skúrir ýfa kyrrlát djúp.
Þá sést í leiftri hamrahöll
en hrímgrá öll í þokuhjúp.