

Liljur hvítar í ljósum draumi
lyft mót geislum brá;
í glugganum mínum þær ungar anga
sem elskunnar sæla þrá.
Ég sit og horfi á sumarljómann,
er svífur um loftin blá,
og hugsa um augu, er á mig litu
með undrun og bæn og þrá.
lyft mót geislum brá;
í glugganum mínum þær ungar anga
sem elskunnar sæla þrá.
Ég sit og horfi á sumarljómann,
er svífur um loftin blá,
og hugsa um augu, er á mig litu
með undrun og bæn og þrá.