Liljur hvítar í ljósum draumi
Liljur hvítar í ljósum draumi
lyft mót geislum brá;
í glugganum mínum þær ungar anga
sem elskunnar sæla þrá.

Ég sit og horfi á sumarljómann,
er svífur um loftin blá,
og hugsa um augu, er á mig litu
með undrun og bæn og þrá.  
Hulda
1881 - 1946


Ljóð eftir Huldu

Liljur hvítar í ljósum draumi
Hver á sér fegra föðurland