

Munnurinn eitt logandi helvíti
-duga eða drepast
Ertandi sársauki á tungu
-ekki mistakast
Kyngi pillunni, um leið bjargvætti mínum
skynja sæluvímuna framundan
-alveg að takast
Festist í kokinu, líf mitt stendur í stað
sé vímuna þokast í móðu
-misheppnast
Hósta pillunni upp ásamt restinni af sjálfstraustinu
finn sæluna renna úr greipum mér
-allar dyr lokast