Ótti
Gæti ég gefið þér sál mína og hjarta,
glöð ég myndi færa þér allt.
Í stundarkorn að sýna þér veröld bjarta,
svipta sársaukann burt og verma hjartað kalt.
Heimurinn hefur svo margt að bjóða,
harmurinn þarf ekki að stjórna þér.
Þú getur séð allt hið góða,
gleymdu, þjáningin á ekki heima hér.
Trúðu á lífið, treystu mér.
Takmarkalausa ást er hægt að finna.
Það er svo margt sem augað ei sér,
en flestir því aldrei sinna.
Ekki halda að ég viti svarið,
ég hef mínar flækjur að leysa.
En ég veit að lífi þínu er illa varið, ef þú heldur áfram múra að reisa.
Múra um hjartað, lokað og læst.
Lyklinum kastað í hafið.
Ástin er grafin, hvað er næst?
Lífið undir koddanum falið.
glöð ég myndi færa þér allt.
Í stundarkorn að sýna þér veröld bjarta,
svipta sársaukann burt og verma hjartað kalt.
Heimurinn hefur svo margt að bjóða,
harmurinn þarf ekki að stjórna þér.
Þú getur séð allt hið góða,
gleymdu, þjáningin á ekki heima hér.
Trúðu á lífið, treystu mér.
Takmarkalausa ást er hægt að finna.
Það er svo margt sem augað ei sér,
en flestir því aldrei sinna.
Ekki halda að ég viti svarið,
ég hef mínar flækjur að leysa.
En ég veit að lífi þínu er illa varið, ef þú heldur áfram múra að reisa.
Múra um hjartað, lokað og læst.
Lyklinum kastað í hafið.
Ástin er grafin, hvað er næst?
Lífið undir koddanum falið.