Páskar
Ég á mín sæferðaskip
stærilát en bundin við naust.
Þau bera enn baráttusvip
en bíða og sigla í haust.
Í höfnum á kóraleyjum
kvaddi ég félaga minn.
Kættist með kátum meyjum
en horfði upp í himininn.
Við sigldum í svartri kólgu
ég sá hinn þögla mann.
Þrútinn og barinn af bólgu
en bátsverjar smánuðu hann.
stærilát en bundin við naust.
Þau bera enn baráttusvip
en bíða og sigla í haust.
Í höfnum á kóraleyjum
kvaddi ég félaga minn.
Kættist með kátum meyjum
en horfði upp í himininn.
Við sigldum í svartri kólgu
ég sá hinn þögla mann.
Þrútinn og barinn af bólgu
en bátsverjar smánuðu hann.