Ástarsorg
Fangar mig tilfinning sársauka og ótta,
Færði mig nær en samt varla sást.
Lítið mig langar að lifa á flótta,
Langar mig meira að upplifa ást.

Tilvera mín er til einskis nýt honum
Tekur sig ekki að hrópa á hann.
Allt of oft sé ég hann umvafin konum,
Aldrei ég mun eignast hann fyrir mann.

Ef gæti verið að fyndi ég aftur
Ástleitni ungs manns, ég tækist á loft
Kynginnar- ástin er þvílíkur kraftur,
Kæri mig ekki um að sárna of oft.
 
Þ. Dagný
1988 - ...


Ljóð eftir Þ. Dagnýju

Ástarsorg
Surprise!!!
Lífsins böl og bjartari vonir
Ósögð orð-sögð orð
Hvað er ástin?
Hrifning