

Föst í heimi fláræðis og svika
Færist varla úr stað en silast vika
Finnst ég í tómi föst,svörtu bika
Finn ég lít til baka, og ég hika.
Mikið vildi munað geta daga
Meðan var ei samviskan að naga
Minnist samt svo margs sem þarf að laga
Man fátt, en samt margt, þvílik saga.
Særum oft með sögðum orðum
Særum og svo fljótt við okkur forðum
Situr lífið súrt í föstum skorðum
Sitthvað fannst mér hulið undir borðum.
Liggur mörgum lífið ósköp á
Langar öllum mest úr því að fá
Leiftursnöggt ég leit til baka’ og sá
Líf mitt var mjög gott, já mér brá.
Fann að lánið fylgdi mér hvert mál
Fann að ég var nokkuð heilbrigð sál
Feikna margt sem felur í sér bál
Friðsældar ei dregur mann á tál.
Hamingjan ei hendir manni frá,
Heldur reynir myrkrið manni’ að ná
Hafi maður hjarta má vel sjá
Hamingjan mun yfirhöndu ná.
Færist varla úr stað en silast vika
Finnst ég í tómi föst,svörtu bika
Finn ég lít til baka, og ég hika.
Mikið vildi munað geta daga
Meðan var ei samviskan að naga
Minnist samt svo margs sem þarf að laga
Man fátt, en samt margt, þvílik saga.
Særum oft með sögðum orðum
Særum og svo fljótt við okkur forðum
Situr lífið súrt í föstum skorðum
Sitthvað fannst mér hulið undir borðum.
Liggur mörgum lífið ósköp á
Langar öllum mest úr því að fá
Leiftursnöggt ég leit til baka’ og sá
Líf mitt var mjög gott, já mér brá.
Fann að lánið fylgdi mér hvert mál
Fann að ég var nokkuð heilbrigð sál
Feikna margt sem felur í sér bál
Friðsældar ei dregur mann á tál.
Hamingjan ei hendir manni frá,
Heldur reynir myrkrið manni’ að ná
Hafi maður hjarta má vel sjá
Hamingjan mun yfirhöndu ná.
hvað get ég sagt...horfðu á björtu hliðarnar?