Hestavísur.
Aska
Askan svarta vekur hér
nú vonarinnar glóð!
Virkilega gæfuleg,
með kosti af besta tagi!
Rataði hún í hestakaupum,
rétt á vora slóð!
Reynast skiptin trúi ég
báðum í góðu lagi!
Atorka
Kastað hefur
Kjarnorka
og kynnt
sína jörpu línu.
Tíguls er dóttirin
Atorka,
með allt á hreinu
og fínu.
Blíða
Blíða mér barst
frá vini,
bærilega vetraralin.
Komin
undan Keilissyni
kostagripur
talin.
Fífilbleik á litinn
ljómar
listavel í fjarska.
Þótt hafi hendur
tómar
henni vart
ég braska.
Drífa
Drífa er
sem drottning fín
dável hörð
í skapi.
Dillar lend
og hátt við hrín
ef henni ríður
knapi.
Elding
Elding skeiðar
yfir grjót
alltaf tekst
að standa.
Brúnskjótt er
með bægifót
býsna reist
að vanda.
Glóra
Glóra er rauð,
sívöl og sælleg hryssa.
Sleipur náði ég henni
í mitt vildarstóð.
Það er mín trú
og það er stöðug vissa
að þjóðarstáss verði
og til reiðar góð.
Glæsihryssur
Fríðleik ber
Gyðja frá Grund,
glæsileik
Hrynjanda Hrund,
Venus hér var
um stund,
Von sýnist
létt í lund.
Gullblesi
er gæða klár,
sem getur farið
vel í klofi
og eigandinn
er ekkert smár
uppá tröppunum
á Hofi.
Gyðja
Mikið djásn
er Gyðja frá Grund,
og geðjast mér vel
hverja stund.
Geðið er gott,
ganglagið flott
og sómir sér
við hliðina á Hrund.
Hervör
Hervör myndast
mæta vel,
mig og gerir ríkan.
Er það sjaldgæft
að ég tel
að eignast kjörgrip slíkan.
Hrund
Hrund er skjótt
og breið á brjóst
og býsna prýðir nú
sú mitt stóðið.
Ég fékk tvo fyrir einn
það er ljóst.
Fylfull er hún,
ja það var nú lóðið.
Kjarnorka
Kjarnorka er svört
frá Kjarnholtabúi.
Kynbótahryssa,
sem prýðir vora sveit.
Þeir eru með fádæmum
tel ég og trúi
taktarnir fjölhæfu
er veður hún reit.
Kjarnveig
Glóblesótt
og fínt með fax
fer á gangi lipur,
Kjarnveigu
ég kenndi strax,
kominn er listagripur.
Mósi
Í jarðlífinu
hann hrekti svalt.
Honum í kjötvöru
er því breytt.
Eitthvað verður
sett í salt,
svo í steikur,
það ekki er leitt.
Mön 7
Fífilbleikstjörnótt,
fríð á brá
fæddist af Hrundinni
smá.
Ein Mönin enn
og ánægju kenn,
sem ætlar
að vera okkur hjá.
Neisti
Víst mun Neisti
verða góður
vasklega um sig ber.
Vænkast hagur
vænkast hróður
vel hann líkar mér.
Óðfluga
Óðfluga ruddist
í ræktunina harða.
Rauðbrún á litin
með dálítið stress.
Sem folald hljóp
yfir grindur og garða
glettnisleg á svipinn
og vinkaði bless.
Ólga
Með fölskum tönnum
bítur best,
ber sig vel
á þremur fótum.
Um Ólgu er það
eins og sést
aðeins spaug
á léttum nótum.
Rauðhetta
Eigi telst að hún sé höst
helst þó brokki gjarna.
Rauðhetta með rassaköst
rótast undir Bjarna.
Röst
Sýnist vera laus við löst,
líkaminn brúnskjótt yndi.
Léttum sporum rýkur Röst,
sem reykur í snörpum vindi.
Skíma
Hátt sitt fríða höfuð ber
hörð á spretti þolin.
Skíma í Skálateigi er
skjótt með nettan bolinn.
Skuld
Með hryssunni Skuld
hófum við ræktunina aftur!
Um “Hrekkjaskjónu” okkar
nágranninn blaðrar!!
Því hún er svo stórbrotin
að stoppar varla kjaftur
og staða mála sú að
lítið er að segja um aðrar!!!
Skutla
Skutla undan Skuld
kom jörp
út úr skyndikynnum
í langri ferð!
Hún töfrum frá Gára
skilar skörp
sem og sköpulagi
af bestu gerð!
Sú verður ei seld
fyrir lítið verð!
Smella
Smella á tölti
treður spor,
í tún
og veður engi.
Ung hún sýndi
yndi og þor,
sem eflaust
varir lengi.
Stóri-Jarpur
stæltur er
stiklar létt
um gjótur.
Sporar ísa,
móa mer,
mjög í ferðum
skjótur.
Telpa
Telpa skeiðið
tifar létt
tónar jörðin undir.
Allt er þá
sem orðið slétt
urðir móar grundir.
Von
Vonin gefur gull í tá,
gullmolarnir seiða,
Von sér milli bæja brá,
barst mér norðan heiða,
Vonin gjöf er guði frá
og gerir engum leiða.
Askan svarta vekur hér
nú vonarinnar glóð!
Virkilega gæfuleg,
með kosti af besta tagi!
Rataði hún í hestakaupum,
rétt á vora slóð!
Reynast skiptin trúi ég
báðum í góðu lagi!
Atorka
Kastað hefur
Kjarnorka
og kynnt
sína jörpu línu.
Tíguls er dóttirin
Atorka,
með allt á hreinu
og fínu.
Blíða
Blíða mér barst
frá vini,
bærilega vetraralin.
Komin
undan Keilissyni
kostagripur
talin.
Fífilbleik á litinn
ljómar
listavel í fjarska.
Þótt hafi hendur
tómar
henni vart
ég braska.
Drífa
Drífa er
sem drottning fín
dável hörð
í skapi.
Dillar lend
og hátt við hrín
ef henni ríður
knapi.
Elding
Elding skeiðar
yfir grjót
alltaf tekst
að standa.
Brúnskjótt er
með bægifót
býsna reist
að vanda.
Glóra
Glóra er rauð,
sívöl og sælleg hryssa.
Sleipur náði ég henni
í mitt vildarstóð.
Það er mín trú
og það er stöðug vissa
að þjóðarstáss verði
og til reiðar góð.
Glæsihryssur
Fríðleik ber
Gyðja frá Grund,
glæsileik
Hrynjanda Hrund,
Venus hér var
um stund,
Von sýnist
létt í lund.
Gullblesi
er gæða klár,
sem getur farið
vel í klofi
og eigandinn
er ekkert smár
uppá tröppunum
á Hofi.
Gyðja
Mikið djásn
er Gyðja frá Grund,
og geðjast mér vel
hverja stund.
Geðið er gott,
ganglagið flott
og sómir sér
við hliðina á Hrund.
Hervör
Hervör myndast
mæta vel,
mig og gerir ríkan.
Er það sjaldgæft
að ég tel
að eignast kjörgrip slíkan.
Hrund
Hrund er skjótt
og breið á brjóst
og býsna prýðir nú
sú mitt stóðið.
Ég fékk tvo fyrir einn
það er ljóst.
Fylfull er hún,
ja það var nú lóðið.
Kjarnorka
Kjarnorka er svört
frá Kjarnholtabúi.
Kynbótahryssa,
sem prýðir vora sveit.
Þeir eru með fádæmum
tel ég og trúi
taktarnir fjölhæfu
er veður hún reit.
Kjarnveig
Glóblesótt
og fínt með fax
fer á gangi lipur,
Kjarnveigu
ég kenndi strax,
kominn er listagripur.
Mósi
Í jarðlífinu
hann hrekti svalt.
Honum í kjötvöru
er því breytt.
Eitthvað verður
sett í salt,
svo í steikur,
það ekki er leitt.
Mön 7
Fífilbleikstjörnótt,
fríð á brá
fæddist af Hrundinni
smá.
Ein Mönin enn
og ánægju kenn,
sem ætlar
að vera okkur hjá.
Neisti
Víst mun Neisti
verða góður
vasklega um sig ber.
Vænkast hagur
vænkast hróður
vel hann líkar mér.
Óðfluga
Óðfluga ruddist
í ræktunina harða.
Rauðbrún á litin
með dálítið stress.
Sem folald hljóp
yfir grindur og garða
glettnisleg á svipinn
og vinkaði bless.
Ólga
Með fölskum tönnum
bítur best,
ber sig vel
á þremur fótum.
Um Ólgu er það
eins og sést
aðeins spaug
á léttum nótum.
Rauðhetta
Eigi telst að hún sé höst
helst þó brokki gjarna.
Rauðhetta með rassaköst
rótast undir Bjarna.
Röst
Sýnist vera laus við löst,
líkaminn brúnskjótt yndi.
Léttum sporum rýkur Röst,
sem reykur í snörpum vindi.
Skíma
Hátt sitt fríða höfuð ber
hörð á spretti þolin.
Skíma í Skálateigi er
skjótt með nettan bolinn.
Skuld
Með hryssunni Skuld
hófum við ræktunina aftur!
Um “Hrekkjaskjónu” okkar
nágranninn blaðrar!!
Því hún er svo stórbrotin
að stoppar varla kjaftur
og staða mála sú að
lítið er að segja um aðrar!!!
Skutla
Skutla undan Skuld
kom jörp
út úr skyndikynnum
í langri ferð!
Hún töfrum frá Gára
skilar skörp
sem og sköpulagi
af bestu gerð!
Sú verður ei seld
fyrir lítið verð!
Smella
Smella á tölti
treður spor,
í tún
og veður engi.
Ung hún sýndi
yndi og þor,
sem eflaust
varir lengi.
Stóri-Jarpur
stæltur er
stiklar létt
um gjótur.
Sporar ísa,
móa mer,
mjög í ferðum
skjótur.
Telpa
Telpa skeiðið
tifar létt
tónar jörðin undir.
Allt er þá
sem orðið slétt
urðir móar grundir.
Von
Vonin gefur gull í tá,
gullmolarnir seiða,
Von sér milli bæja brá,
barst mér norðan heiða,
Vonin gjöf er guði frá
og gerir engum leiða.