

Í hestarækt er best að vinna og vaka
og varla tími til að fá sér lögg.
Er tuskubellir taka skref til baka
tekur óðalsbóndinn á sig rögg.
Kjartan.
Sig í handarbökin naga núna
nóg er drasl í þeirra merahjörð.
Einar.
Nískan hefur marga snöru snúna
svona er það oft á vorri jörð.
Kjartan.
og varla tími til að fá sér lögg.
Er tuskubellir taka skref til baka
tekur óðalsbóndinn á sig rögg.
Kjartan.
Sig í handarbökin naga núna
nóg er drasl í þeirra merahjörð.
Einar.
Nískan hefur marga snöru snúna
svona er það oft á vorri jörð.
Kjartan.
Ég keypti einn 1. verðlauna hryssu eftir að 2 menn sem ætluðu að kaupa hana með mér gengu úr skaftinu. Kjartan Þorbergsson vinur minn frá Hraunbæ gat ekki orðabundist yfir þessu.