Hvað er ástin?
Hvað er ástin?
-annað en hamingja,
væntumþykja, ánægja?
-er hún ekki líka
sárindi, svik og afbrýði?

Ég var hamingjusöm, ánægð, ástfangin.
Hann særði mig, sveik mig og blekkti.

Hvað er hatur?
-annað en ólgandi reiði,
illgirni og óvinskapur?
-er það ekki líka
orsök afbrýði, sárinda og gamalla svika?

Ég er sár og reið, ekki hatursfull,
ekki elskandi en sár.
Hann er farinn, horfinn, heppinn.  
Þ. Dagný
1988 - ...
Þetta eru ekki tæmandi skilgreiningar á þessum flóknu hugtökum...


Ljóð eftir Þ. Dagnýju

Ástarsorg
Surprise!!!
Lífsins böl og bjartari vonir
Ósögð orð-sögð orð
Hvað er ástin?
Hrifning