Bjössi litli á Bergi
Bjössi litli á Bergi,
bróðurlaus á jörð,
hljóður fram til fjalla
fylgdi sinni hjörð.
--Stundum verða vorin
vonum manna hörð.
Bjössi litli á Bergi
bjó við stopul skjól.
Hálsinn hamarsavrtur
huldi vetrarsól.
Inni jafnt sem úti
einstæðinginn kól.
Einn með öllu gömlu
unga sálin hans
þoldi þunga vetur,
þögn og myrkur lands.
Löng er litlum þroska
leiðin upp til manns.
Kæmi hann í kirkju
klæðin bar hann rýr.
Hryggð í hvarmalogum
huldu þungar brýr.
Enginn veit hvað undir
annars stakki býr.
Þegar byggað börnin
brugðu sér á kreik,
glettnir gleðihlátrar
gullu hátt í leik,
Bjössi litli á Bergi
burt úr flokknum veik.
Hljóðumr heim að Bergi
harma sína bar.
Afl og heppni hinna
honum minnkun var.
Orð, sem einhver fleygði,
inn í kviku skar.
Bjössi litli á Bergi,
bróðurlaus á jörð,
hljóður fram til fjalla
fylgir sinni hjörð.
--Stundum verða vorin
vonum manna hörð.
bróðurlaus á jörð,
hljóður fram til fjalla
fylgdi sinni hjörð.
--Stundum verða vorin
vonum manna hörð.
Bjössi litli á Bergi
bjó við stopul skjól.
Hálsinn hamarsavrtur
huldi vetrarsól.
Inni jafnt sem úti
einstæðinginn kól.
Einn með öllu gömlu
unga sálin hans
þoldi þunga vetur,
þögn og myrkur lands.
Löng er litlum þroska
leiðin upp til manns.
Kæmi hann í kirkju
klæðin bar hann rýr.
Hryggð í hvarmalogum
huldu þungar brýr.
Enginn veit hvað undir
annars stakki býr.
Þegar byggað börnin
brugðu sér á kreik,
glettnir gleðihlátrar
gullu hátt í leik,
Bjössi litli á Bergi
burt úr flokknum veik.
Hljóðumr heim að Bergi
harma sína bar.
Afl og heppni hinna
honum minnkun var.
Orð, sem einhver fleygði,
inn í kviku skar.
Bjössi litli á Bergi,
bróðurlaus á jörð,
hljóður fram til fjalla
fylgir sinni hjörð.
--Stundum verða vorin
vonum manna hörð.