

Hugsunin um hann er yndi
Hætt við að ég taki flipp.
Ef að hann eftir mér myndi
Oft tæki hjarta mitt kipp.
Æðislegt væri ef hann vildi
Aftur mig hitta sem fyrst.
Dýrðin’að dreyma er mildi,
Dásemd ef hefðum við kysst.
Lund mín er nú létt sem fiður
Liggur við að ég takist á loft.
Innra með mér er nú friður,
Er hægt að sjá hann of oft?
Hvernig getur hrifning mín orðið
Heitari en sólin sem skín?
Legg ég nú líf mitt á borðið,
Langar mig að verða þín.
Hætt við að ég taki flipp.
Ef að hann eftir mér myndi
Oft tæki hjarta mitt kipp.
Æðislegt væri ef hann vildi
Aftur mig hitta sem fyrst.
Dýrðin’að dreyma er mildi,
Dásemd ef hefðum við kysst.
Lund mín er nú létt sem fiður
Liggur við að ég takist á loft.
Innra með mér er nú friður,
Er hægt að sjá hann of oft?
Hvernig getur hrifning mín orðið
Heitari en sólin sem skín?
Legg ég nú líf mitt á borðið,
Langar mig að verða þín.