Hólavallakirkjugarður
Við grafreit drúpir sóley höfði sínu
er sólargeislar baða. Rósir anga,
og litrík blóm sem liljur augað fanga
og lykja garðinn geislar sólar. Mínu
auga bý stað í fögru fangi þínu,
þú fagri dagur. Blærinn strýkur vanga
þeirra er hér um kirkjugarðinn ganga,
uns gráleitt myrkrið dregur svarta línu
um daginn. Sólin sínum geislastöfum
á sumarkvöldi fer um ský og dregur
þá yfir tjörn er sindrar silfurtær.
Á leiðum sprettur lífið upp af gröfum
látinna manna. Hvað er lífsins vegur
annað en tákn sem enginn skilið fær ?
er sólargeislar baða. Rósir anga,
og litrík blóm sem liljur augað fanga
og lykja garðinn geislar sólar. Mínu
auga bý stað í fögru fangi þínu,
þú fagri dagur. Blærinn strýkur vanga
þeirra er hér um kirkjugarðinn ganga,
uns gráleitt myrkrið dregur svarta línu
um daginn. Sólin sínum geislastöfum
á sumarkvöldi fer um ský og dregur
þá yfir tjörn er sindrar silfurtær.
Á leiðum sprettur lífið upp af gröfum
látinna manna. Hvað er lífsins vegur
annað en tákn sem enginn skilið fær ?