Sonur Slátrarans
Lögin ljúf hann leikur á hörpu sína eins og syni slátrara sæmir
En enginn tekur eftir honum þegar hann leikur af inlifun og einlægni
Fagrir tónar skella á hamri mínum og steðjum
Uppi á fjalli dregur hann sig inn í húmið og spilar svo undurblítt
Fyrir rollurnar, fyrir kindurnar, Gabríel fjallaskáld og eilífðina

Í helliskúta ligg ég með vot augu og gef frá mér lítinn grát
Því ég er bara fjósakona
Fátæk aum, sem að bíð og vona
Að sonur slátrarans verði minn
Uns eilífðin gellur upp lokaflautið á okkar veraldlegu jarðvist  
Eysteinn Sindri Elvarsson
1985 - ...
Þetta samdi ég um hin tónelska son Einars slátrara


Ljóð eftir Eystein Sindra Elvarsson

Kæri Adolf
Sonur Slátrarans