Minning
Ég sit hér oft og hugsa
um bæinn ólafsfjörð
og háu fjallaklettana
sem sjórinn klífur á

Í norðri skín björt sólin
sem lýsir upp þetta kvöld
þá finnum við hvað við elskum
okkar kæra ólafsfjörð

Fuglasöngur heyrist
er draumar verða til
í hugum okkar allra
leynist hér álfabyggð

Ólafsfjarðarvatnið
svo fallegt kyrrt og tært
upp í fjalli fjarðarins
sefur lambið vært

Á syðri á bjó einn bóndi
sem við minnumst öll
bóndi sem orti kvæði
um hinn fagra ólafsfjörð

Hann ávallt söng með gleði
með bræðrum á syðri á
og fyllti hjörtu manna
þetta ólafsfjarðarskáld
 
Gísli Hvanndal Jakobsson
1985 - ...


Ljóð eftir Gísla Hvanndal Jakobsson

Minning
Dögun