Föðurlandskviða
Auma þjóð,
eltandi tilgangsleysi.

Hafðu þinn Jónas
Hallgrímsson.

Hirtu Matthías
Jochumsson.

Þú ert ósköp lítils virði…
og lágkúruleg.

Ef þú hirðir ekki
um hina miklu meiri
fjársjóði
sem bærast
í brjóstum
þinna lítilmótlegustu
þegna.

Til hvers var barist,
hví voru orðin sögð
Ef eftir stendur aðeins
auglýsing
um græðgi.

Kostuð af Kóka Kóla.
Ó guð vors lands.

 
J. Tanni
1963 - ...


Ljóð eftir J. Tanna

Fátæk orð
Föðurlandskviða