

Sýndu mér sálina.
Segðu mér söguna
um sársaukann, syndina
og sólina í þér.
Þú þekur minn huga.
Þú þráir mitt hjarta
en þekkir ei þörf mína
og þrá eftir þér.
Fallin á tíma.
Við fáum ei framar
að faðmast og finna
þá fallegu ást
sem forðum við fundum
og bundum
í þögn sem ástinni brást.
Segðu mér söguna
um sársaukann, syndina
og sólina í þér.
Þú þekur minn huga.
Þú þráir mitt hjarta
en þekkir ei þörf mína
og þrá eftir þér.
Fallin á tíma.
Við fáum ei framar
að faðmast og finna
þá fallegu ást
sem forðum við fundum
og bundum
í þögn sem ástinni brást.