Bjartsýnishjal
Lifandi skulum við lífinu lifa
og leikandi á hörpunnar strengina slá.
Ævinnar frá okkur árin þau tifa
og eigi er ljóst hve mörg hér munum fá.

En tregir þá hörpunnar tónarnir titra
er tilveran virðist vonlaus og köld.
Strengirnir stirðna af slættinum bitra
en sorgirnar taka í hjartanu völd.

Sagt er að sorgin og gleðin þær ferðist
samferða og skiptist á strengina að slá.
En harmurinn heilsar svo hugurinn herðist
en ei til að hjartað hægt leggist í dá.

Sorgir því sigrum með sterkara hjarta.
Stirðir strengir þeir hrökkvar við smátt.
Snúum svartnætti í sumarnótt bjarta
og spilum á strengi hörpunnar dátt.  
Sóley
1975 - ...


Ljóð eftir Sóley

Þögn
Bjartsýnishjal