Snæfellsás
Við Bárðarlaug um stund ég stóð
og sporum fylgdi hægt og hljótt.
Hjá Tröllakirkju var berserksblóð
ég bað um grið þá einu nótt.
Í bjarginu beru var þursinn einn
með beyg í hjarta og stafinn digra.
Hann stóð við stálið svara seinn.
Snæfellsásinn er vanur að sigra.
Um hann miðjan var megingjörð
meitluð úr bjarnar beinum.
Allt í kring stóðu vættir vörð
varðir af dropasteinum.
Skreytti jökull sem silfurteinn
þau stærilátu hallarkynni.
Sverðið hans var feigur fleinn
það fann ég brotið inni.
Dumbungur var við tind og drang
og drungaleg heimkynnin öll.
Honum fannst ég færast mikið í fang
að friðmælast við tröll.
Við Djúpalónssand er dauðinn vís
drýpur af haföldu faldi.
Hætt er á broti ef báran rís
og brýtur á þeirra valdi.
Á leiðarenda leiddur í þrot
logn eftir storma og byr.
Í huga sár og beiskjubrot
þá birti við Sönghellisdyr.
Hellubjargið hátt þar fyrir
hraunað sem úfið haf.
Gyllt er margt sem grátt er yfir
gleymdur sá er gullið gaf.
og sporum fylgdi hægt og hljótt.
Hjá Tröllakirkju var berserksblóð
ég bað um grið þá einu nótt.
Í bjarginu beru var þursinn einn
með beyg í hjarta og stafinn digra.
Hann stóð við stálið svara seinn.
Snæfellsásinn er vanur að sigra.
Um hann miðjan var megingjörð
meitluð úr bjarnar beinum.
Allt í kring stóðu vættir vörð
varðir af dropasteinum.
Skreytti jökull sem silfurteinn
þau stærilátu hallarkynni.
Sverðið hans var feigur fleinn
það fann ég brotið inni.
Dumbungur var við tind og drang
og drungaleg heimkynnin öll.
Honum fannst ég færast mikið í fang
að friðmælast við tröll.
Við Djúpalónssand er dauðinn vís
drýpur af haföldu faldi.
Hætt er á broti ef báran rís
og brýtur á þeirra valdi.
Á leiðarenda leiddur í þrot
logn eftir storma og byr.
Í huga sár og beiskjubrot
þá birti við Sönghellisdyr.
Hellubjargið hátt þar fyrir
hraunað sem úfið haf.
Gyllt er margt sem grátt er yfir
gleymdur sá er gullið gaf.