

Í Ollantaytambo er örvasa maður
undir himni tekur sumri að halla.
Og biturðin skín þetta er beiningastaður
blöð af trjánum eru tekin að falla.
En Manco hann skýldi í myrkrinu svarta
mönnum sínum er sóru þess eiða.
Að Inkaveldið það aftur mundi skarta
öllum draumum með töfrum og seiða.
Borgin Machu Picchu var fegurst á fjöllum
fjársjóður hulinn er svaf þar í öldum.
Hún var geymd og falin fyrir grimmd og spjöllum
gimsteinn er lifði í árunum földum.
Upp við grjóthleðsluvegginn er gömul kona
sem grætur og það er ekkert til ráða.
Kalin í hjarta kramin og allt án vona
svo kveð ég Perú - geng hljóður til náða.
undir himni tekur sumri að halla.
Og biturðin skín þetta er beiningastaður
blöð af trjánum eru tekin að falla.
En Manco hann skýldi í myrkrinu svarta
mönnum sínum er sóru þess eiða.
Að Inkaveldið það aftur mundi skarta
öllum draumum með töfrum og seiða.
Borgin Machu Picchu var fegurst á fjöllum
fjársjóður hulinn er svaf þar í öldum.
Hún var geymd og falin fyrir grimmd og spjöllum
gimsteinn er lifði í árunum földum.
Upp við grjóthleðsluvegginn er gömul kona
sem grætur og það er ekkert til ráða.
Kalin í hjarta kramin og allt án vona
svo kveð ég Perú - geng hljóður til náða.