Júdas.
Mein er þeim er í myrkur rata
máttinn gef ég til að hata.
Hikaðu ei hlustaðu enn
hvísluðu rámar raddir í senn.
Ég trúði aldrei á táknin þín
taldi fremur silfrin mín.
Einhvern veginn eyðist allt
ást þína aldrei endurgalt.
Undir sól og sedrusviði
á sandi borinn úr móðurkviði.
Oft mig dreymdi um dauðann
og dimman akur auðan.
Þá komstu í hvítum klæðum
og kisstir á musterishæðum.
Ég barg að bikar þínum
en brást með svikum mínum.
Ég endaði sem íllgjörðamaður
aumur er minn fæðingastaður.
Skírður var ég saklaus drengur
samt var í mér stríður strengur.
Börn eru björt í bernsku sinni
en bölvun fylgdi komu minni.
Móðir, minnstu mín í nótt
af myrkrinu verður sál mín sótt.
Skipi var snúið
skekið og rúið.
Yfir reiða og rá
ríkti ógnþrungin vá.
Öllu var eytt
í eldinum breytt.
Brýtur við brot
berst þar Judas Ískaríot.
máttinn gef ég til að hata.
Hikaðu ei hlustaðu enn
hvísluðu rámar raddir í senn.
Ég trúði aldrei á táknin þín
taldi fremur silfrin mín.
Einhvern veginn eyðist allt
ást þína aldrei endurgalt.
Undir sól og sedrusviði
á sandi borinn úr móðurkviði.
Oft mig dreymdi um dauðann
og dimman akur auðan.
Þá komstu í hvítum klæðum
og kisstir á musterishæðum.
Ég barg að bikar þínum
en brást með svikum mínum.
Ég endaði sem íllgjörðamaður
aumur er minn fæðingastaður.
Skírður var ég saklaus drengur
samt var í mér stríður strengur.
Börn eru björt í bernsku sinni
en bölvun fylgdi komu minni.
Móðir, minnstu mín í nótt
af myrkrinu verður sál mín sótt.
Skipi var snúið
skekið og rúið.
Yfir reiða og rá
ríkti ógnþrungin vá.
Öllu var eytt
í eldinum breytt.
Brýtur við brot
berst þar Judas Ískaríot.