Ég held að þú sért líka tungl
Ég minni svolítið á tunglið þessa dagana;
þótt stundum lýsi aðeins lítill hluti af mér
og inn á milli slökkni ég alveg
er ég skríð í skjól mitt,
gægist ég samt alltaf aftur út;
hrífst af ljósinu eina ferðina enn
og endurkasta því af lífs og sálarkröftum
En nú hefur þú sett stein í tannhjól tímans;
fest mig í ljósinu
og ég sem er svo vön að snúast í sömu rótgrónu rútínunni,
vona að þú hafir fest steininn vel
þótt stundum lýsi aðeins lítill hluti af mér
og inn á milli slökkni ég alveg
er ég skríð í skjól mitt,
gægist ég samt alltaf aftur út;
hrífst af ljósinu eina ferðina enn
og endurkasta því af lífs og sálarkröftum
En nú hefur þú sett stein í tannhjól tímans;
fest mig í ljósinu
og ég sem er svo vön að snúast í sömu rótgrónu rútínunni,
vona að þú hafir fest steininn vel