Eftirsjá
Ég geng um höfnina,
meðfram sjónum.
Við sjónarrönd glittir í sólina
en annars er grátt.
Venjulegur íslenskur dagur.
Aftan að mér læðast hugsanirnar,
kossar okkar og þrár,
samkenndin,
hamingjan endrum og eins.
Ég, sem hélt að tár mín
mundu aldrei þorna,
sé – núna við harðnandi
gifs tímans –
að ég dey,
hverju sem líður, einn
með sólina sem
hina einu sönnu hamingju.
Þótt kærleikur þinn hefði
- að sjálfsögðu -
mildað harðindin
get ég lifað.

 
Einar Hjartarson
1980 - ...
apríl, 2005


Ljóð eftir Einar Hjartarson

Eftirsjá