

Er held ég enn á æskuslóð
úti er napurt og sól er sest
og er nóttin skellur á
verð ég magnlaus í myrkrinu
og minning þín er sterk sem bál.
Ó hve sárt ég sakna þín
sem lýstir mér inn í ljóðaheim
og lífs mér sagðir sögur
um landið okkar ljúfa
og lífsins leyndarmál.
En á morgundaggar ég fer á fund
og finn þar huggun í dalsins kyrrð
og minningarnar lifna við
um sveitina, fólkið og fjöllin
sem fylgdu þér hvert fótmál.
úti er napurt og sól er sest
og er nóttin skellur á
verð ég magnlaus í myrkrinu
og minning þín er sterk sem bál.
Ó hve sárt ég sakna þín
sem lýstir mér inn í ljóðaheim
og lífs mér sagðir sögur
um landið okkar ljúfa
og lífsins leyndarmál.
En á morgundaggar ég fer á fund
og finn þar huggun í dalsins kyrrð
og minningarnar lifna við
um sveitina, fólkið og fjöllin
sem fylgdu þér hvert fótmál.
Í minningu Kjartans bónda sem ekki lengur tekur á móti mér á æskuslóð en minning hans lifir.