Æskuást.
Þú komst til að kveðja
svo kyrrlát og hljóð.
Þú kvaddir með kossum þínum
við komudyrnar rjóð.
Tilbað þig með tárum mínum
trúði á þína sál.
Eignast vildi ást er skildi
öll mín leyndarmál.
Við dönsuðum í draumaheimi
um dal í sólarátt.
Stundum grét ég sárt í hljóði
þótt sumir hefðu hátt.
Ásýnd þín með æskublóði
í augum mínum beið.
Þú hélst af stað en heitt ég bað
við héldum hvora leið.
Seinna gat ég skrifað betur
söngvaljóðin mín.
Sárin sem þú skildir við
var sorg og ástin þín.
Skil nú betur sátt og frið
syng á nýjan leik.
Hjartað fagnar er kveldið kallar
kyrrðin ein hún veit.
svo kyrrlát og hljóð.
Þú kvaddir með kossum þínum
við komudyrnar rjóð.
Tilbað þig með tárum mínum
trúði á þína sál.
Eignast vildi ást er skildi
öll mín leyndarmál.
Við dönsuðum í draumaheimi
um dal í sólarátt.
Stundum grét ég sárt í hljóði
þótt sumir hefðu hátt.
Ásýnd þín með æskublóði
í augum mínum beið.
Þú hélst af stað en heitt ég bað
við héldum hvora leið.
Seinna gat ég skrifað betur
söngvaljóðin mín.
Sárin sem þú skildir við
var sorg og ástin þín.
Skil nú betur sátt og frið
syng á nýjan leik.
Hjartað fagnar er kveldið kallar
kyrrðin ein hún veit.