

Við ljósalampa og lítið borð
þín list varð til með rækt.
Fingur þínir færðu orð
í fagran búning hægt.
Handverk þitt og hjartaást
ber hátt í draumun mínum.
Við útsaum muntu aldrei fást
aftur í stólnum þínum.
Ætíð mun ég elska þig
innst í hjarta mínu.
Seinna færa svanir mig
í skjól að brjósti þínu.
þín list varð til með rækt.
Fingur þínir færðu orð
í fagran búning hægt.
Handverk þitt og hjartaást
ber hátt í draumun mínum.
Við útsaum muntu aldrei fást
aftur í stólnum þínum.
Ætíð mun ég elska þig
innst í hjarta mínu.
Seinna færa svanir mig
í skjól að brjósti þínu.