Eina eftirsjáin
Ég man eftir þessu kvöldi eins og það hefði gerst í gær.
Við höfðum ekki þekkst lengi, en þegar þú komst og spurðir hvort einhver vildi koma í göngutúr sagði ég já.
Við röltum um svæðið og töluðum saman.
Héldumst í hendur.
Mér leið svo vel og í fyrsta skipti í langan tíma fannst mér ég örugg.
Þegar við komum til baka sátum við fyrir utan skálann og spjölluðum.
Allt í einu sagðirðu að þú vildir kyssa mig.
Mér leið eins en þorði ekki að segja það.
Ég hélt þú vissir hvernig ég er.
En þú fórst inn.
Ég sat úti í smástund og fannst eins og heimurinn hefði hrunið.
Ég sá þig aftur þegar ég kom inn.
Það nísti hjarta mitt að sjá hversu illa þér leið.
Ég hef aldrei getað fyrirgefið sjálfri mér það að særa þig svona.
Ég bara hélt þú þekktir mig.
Ef þú hefðir bara kysst mig.  
Eldri systirin
1979 - ...
Til vinar míns


Ljóð eftir Eldri systurina

Eina eftirsjáin
Myndi það breyta einhverju?