Hversu frjáls ?
Veröldin týnist inn í myrkri móðu,
á meðan ég fel mín leyndarmál í skjóðu.
Ríð inn í nóttina á fáki mínum hvíta,
veröldin fyrir mér sem fallin spýta.

Hversu frjáls þarf ég að vera í dag ?
Hversu frjáls til að allt komist í lag ?
Þarf ég að taka saman höndum og grafa öll sár ?
Binda endi á öll mín sorgartár ?  
Brynjar Páll Rögnvaldsson
1984 - ...
Ekki mikil pæling , ekki mjög gott. .. en þið megið mynda ykkur skoðun


Ljóð eftir Brynjar Pál Rögnvaldsson

Hversu frjáls ?
Við Saman (lagatexti)