Vestur
Ég er farinn í feðranna lest
farinn vestur um firði og fjöll.
Þar sem sólin rís og sólin sest
og sál mín ratar í hásætishöll.
Ég var alinn í uppvexti við
unnandi móður og ástvina lund.
Enn man ykkur og sáttur við sið
sorgmæddur lít ég á samveru stund.
Ég bið ykkur fjöll og vestan vor
að varðveita enn hin kyrrlátu kvöld.
Þá stend ég minn sjó með þrek og þor
þið þekkið minn fjöll svo harðgerð og köld.
farinn vestur um firði og fjöll.
Þar sem sólin rís og sólin sest
og sál mín ratar í hásætishöll.
Ég var alinn í uppvexti við
unnandi móður og ástvina lund.
Enn man ykkur og sáttur við sið
sorgmæddur lít ég á samveru stund.
Ég bið ykkur fjöll og vestan vor
að varðveita enn hin kyrrlátu kvöld.
Þá stend ég minn sjó með þrek og þor
þið þekkið minn fjöll svo harðgerð og köld.