Kal
Segðu mér aftur söguna, af öllum furðuverunum,
Tröllum og forynjum, draugum og dvergum og álfunum.
Ég vona að ég vakni, og verði að eilífu vær,
Fann hvernig svefninn læddist, mér svo kær.

Sveimuðu skuggarnir í draumalöndunum fjær,
Sviplausir tældu mig með sér, þokuðust nær.
Ég reyndi að finna skjólið, og fikraði mig þér að,
Reyndi að finna aftur öruggan stað.

Kuldinn beit mig löngum,
Kúrði ég undir sæng.
Hlýrra var mér forðum.
Undir þínum heita væng.

Hlaupandi reyndi að hörfa, bjargandi sjálfum sér,
Horfði til baka og sá þig, hrópaði hjálpaðu mér.
Verðuru ekki hjá mér þegar ég hleyp í hring?
Viltu ekki vaka yfir og allt um kring?

Opnaði rólega augun og sá að þú varst mér við hlið,
Tókst mig í fangið og ruggaðir rótt eftir heillanga bið.
Hvarmana fór að fylla og tárin flutu af stað,
Ég færði mig nær þér, hjúfraði að.

Ég lá á brjósti þínu, og varlega í húmið lagðir,
Heyrði þig ofur hljótt hvísla, heyrði þú sagðir.

Láttu honum batna fljótt,
Svo sofa megi rótt.
Undur hljótt,
Nú sem og alla nótt.
 
Ivan
1986 - ...


Ljóð eftir Ivan

Kal